Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði í Fiðringi

Nemendur úr 8.-10. bekk Grunnskóli Fjallabyggðar báru sigur úr býtum í Fiðringi á Norðurlandi, hæfileikakeppni grunnskólanna, með atriðið Seinna er of seint  sem  fjallar um hlýnun jarðar og mikilvægi þess að allir þurfa að bregðast sem fyrst við til að bjarga jörðinni. Þær Halldóra Elíasdóttir og Sigríður Salmannsdóttir hafa haft umsjón með hópnum í vetur. Mikið var um dýrðir í Hofi og nemendur stóðu sig frábærlega.

Fjallabyggð óskar sigurvegurunum, kennurum og starfsfólki grunnskólans innilega til hamingju. Við erum að rifna úr stolti yfir hæfileikum ykkar, árangri og dugnaði.  

Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni grunnskóla að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi.  Átta skólar frá Akureyri og nágrenni tóku þátt.

Hér má sjá myndir frá kvöldinu     

Hér má sjá siguratriðið í heild sinni