Gróðursetning við Ólafsfjarðarvatn

Mánudaginn 8. september fór 5. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar og gróðursetti 60 birkiplöntur niður við Ólafsfjarðarvatn.
Veðrið lék við krakkana sem notuðu sérstaka gróðurstafi til að gróðursetja. Þetta gekk ljómandi vel og voru nemendur ánægðir með daginn. Myndir frá gróðursetningunni er hægt að sjá hér.