Gott skíðaveður í dag.

Á Ólafsfirði er lyftan opin og gott skíðafæri. Einnig er búið troða gönguleiðir í fjallinu og búið er að opna göngusvæðið á Flæðunum. Þó nokkuð hefur snjóað á skíðasvæðinu í Skarðsdal og er verið að vinna þann snjó niður, gera brautir pakkaðar og góðar. Neðsta lyfta og T lyfta verða opnaðar klukkan 16:00 opnar til 19:00. Það er því tilvalið fyrir íbúa Fjallabyggðar að drífa sig á skíði í góða veðrinu.