Göngum í skólann

Grunnskóli Fjallabyggðar mun taka þátt í átakinu Göngum í skólann sem fer fram dagana  14. -25. sept.  Nemendur verða hvattir til að nota virkan ferðamáta í og úr skóla, þ.e. ganga, hjóla o.s.frv (allt annað en að fá far með bíl). Sett verður á smá innanskólakeppni þar sem bekkirnir keppa um gullskóinn á unglingastigi, en í 1.-7. bekk er keppt um gull-, silfur- og bronsskóinn. Eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát í umferðinni og taka tillit til skólabarnanna sem verða vel sýnileg á leið sinni til og frá skóla á þessu tímabili.