Göngum í skólann

Í tilefni af átakinu Gengið í skólann hefur verið sett af stað smá innanskólakeppni hjá Grunnskóla Fjallabyggðar, en hún heitir Gengið í skólann/skólabílinn. 
Þar eru nemendur hvattir til að nota virkan ferðamáta, þ.e. ganga, hjóla o.s.frv. (allt annað en að fá far með bíl). Keppnin hefst í dag mánudaginn 22. september og stendur í tvær vikur, en bekkirnir keppa um gullskóinn á elsta stigi, en í 1.-7.bekk er keppt um gull-, silfur- og bronsskóinn. Eru foreldrar hvattir til að vera duglegir að hvetja börnin til dáða og að keppnin verði til þess að nemendur temji sér virkan ferðamáta. Þar sem gera má ráð fyrir að gangandi og hjólandi börnum muni fjölga á leið sinni til og frá skóla eru ökumenn hvattir til að sýna sérstaka varkárni í umferðinni.