Góður árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Guðmundi Inga.
Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Guðmundi Inga.
Miðvikudaginn 19. mars fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Bergi á Dalvík. Fjórir keppendur úr 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt og stóðu sig með miklum sóma. 
Rut Jónsdóttir lenti í 2. sæti og Anna Día Baldvinsdóttir lenti í 3. sæti. Guðmundur Ingi Jónatansson kennari sá um að undirbúa keppendur fyrir keppnina. Nemendur 7. bekkjar fóru með á Dalvík til að fylgjast með og styðja bekkjarfélaga sína. Frábær árangur hjá okkar nemendum.
Myndir frá keppninni má sjá á heimasíðu grunnskólans.