Góðar gjafir til Leikhóla

Í lok maímánaðar var uppákoma í leikskólanum Leikhólum í Ólafsfirði. Foreldrafélag skólans bauð nemendum í sveitaferð
og þegar heim var komið úr ferðinni færði foreldrafélagið leikskólanum þrjú jafnvægishjól og þrjá glæsilega bíla að gjöf. Börnin kunnu vel að meta þessar  veglegu gjafir sem mun örugglega koma sér vel í leikskólastarfinu nú í sumar. 


Ánægðir nemendur á nýju hjólunum.