Glæsilegur árangur í Skólahreysti

Krakkarnir frá Grunnskóla Siglufjarðar stóðu sig frábærlega í gærkvöldi í úrslitakeppni Skólahreysti. Það var lið Hagaskóla sem sigraði eftir skemmtilega og spennandi úrslitakeppni, fékk 53 stig. Sigurvegarar frá fyrra ári Lindaskóli endaði í öðru sæti eftir geisi spennandi hraðaþraut, með 50 stig og lið Grunnskóla Siglufjarðar náði sér í 40,5 stig og komst þar með í þriðja sæti og á verðlaunapall.
Við óskum Svövu, Guðrúnu, Ástþóri og Alexander innilega til hamingju