Gjaldskrá og nýr opnunartími sundlaugar

Breyttur opnunartími og gjaldskrá íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sem auglýstur var í Tunnunni í gær mun ekki taka gildi 1. febrúar eins og þar kom fram. Breytingin á eftir að fá staðfestingu bæjarstjórnar og því mun hún ekki taka gildi fyrr en eftir þann tíma ef bæjarstjórn samþykkir breytingarnar. Áætlað er að málið verði tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi 9. febrúar nk. Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og tómstundafulltrúi