Frítt fyrir eldri borgara og öryrkja í líkamsrækt og sund

Mynd: Magnús Magnússon
Mynd: Magnús Magnússon

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar 2019 hefur verið birt og er aðgengileg á heimasíðu Fjallabyggðar undir  "Gjaldskrár".

Athygli skal vakin á því að frá 1. janúar sl. geta nú íbúar Fjallabyggðar 67 ára og eldri nýtt aðstöðu í líkamsræktarstöðvum og farið í sund endurgjaldslaust. Sama gildir um öryrkja, búsetta í Fjallabyggð en þeir þurfa að framvísa örorkuskírteini eða staðfestingu á 75% örorku. Við fyrstu komu í íþróttamiðstöðina fá fyrrnefndir aðilar útgefið kort sem þeir svo framvegis sýna við komu í íþróttamiðstöðina.