Gengur fínt hjá SR-Vélaverkstæði

Verkefnastaða hjá SR-Vélaverkstæðis hefur verið nokkuð góð það sem af er “kreppunnar” og verkefni nokkuð örugg næsta mánuðinn. Í gær verið að leggja síðustu hönd á stóra sendingu af sérbúnaði vegna loðnu og síldarlöndunar til Noregs, sem lesta á í dag. Þessi búnaður er hannaður og smíðaður hjá SR-Vélaverkstæði. Hægt er að lesa nánar um þetta á www.sksiglo.is.