Garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja

Mynd: www.gardlist.com
Mynd: www.gardlist.com
Frá og með mánudeginum 23. júní hefst garðsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Fjallabyggð. Þeir aðilar sem óska eftir slætti eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við afgreiðslu bæjarskrifstofunnar í síma 464 9100. Verðskrá er óbreytt frá því 2013 eða 2.300 kr. pr. slátt.