Garðsala við Alþýðuhúsið

Garðsala verður við Alþýðuhúsið á Siglufirði laugardaginn 14. júní og sunnudaginn 15. júní milli kl. 13:00 - 18:00.
Nú hefur verið tekið til í geymslum fjölmargra heimila á svæðinu og munu gersemarnar vera seldar á vægu verði nú um helgina.

Nýleg föt á ungar dömur, barnaföt, skór, útifatnaður, vínilplötur, DVD myndir, skrautmunir, skartgripir og margt margt fleira.  Sjón er sögu ríkari.

Komið og skapið markaðsstemningu með okkur.


Allar nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091