Garðaverðlaun 2003 afhent

Afhending verðlauna fyrir snyrtileg og fallegt umhverfi fór fram 13. ágúst sl. Viðurkenningar fyrir fallegt umhverfi 2003 hlutu eigendur tveggja garða, þ.e. Laugarvegi 35, Sveinn Ástvaldsson og Sigríður Skarphéðinsdóttir og Fossvegi 9, Hörður Júlíusson og Sigurlaug Hauksdóttir. Garðarnir eru mjög snyrtilegir og mikil vinna liggur að baki þeim báðum. Mikill hæðarmismunur er frá götunni í þeim báðum og er leystur á skemmtilegan hátt í báðum görðunum með grjóti og timburveggjum. Mikið úrval er af bæði fjölærum og trjákenndum plöntum og áberandi fallegt gras á báðum stöðum. Viðstaddir voru Bæjarstjórinn Guðmundur Guðlaugsson, Arnar Heimir Jónsson garðyrkjufræðingur, ásamt dómnefnd, svo og verðlaunahafar.