Gangbrautir málaðar í regnbogalitum

Það er aldrei of seint að fagna fjölbreytileikanum. Því miður náðist ekki að mála gangbrautir í byggðarkjörnunum fyrir síðustu helgi í regnbogalitum vegna bleytu en ákveðið var að mála engu að síður þó Hinsegin dagar hafi verið í síðustu viku. Fjallabyggð flaggaði regnbogafánum sl. laugardag og í gær voru gangbrautir í báðum byggðarkjörnum málaðar.