Fyrstu skrefin - bæklingur Fjölmenningarseturs og Velferðarráðuneytis

Fjölmenningarsetur og Velferðarráðuneytið, í umboði Innflytjendaráðs hafa undanfarið unnið að útgáfu bæklingsins „Fyrstu skrefanna“ þar sem fjallað er um helstu atriði sem fólk þarf að hafa í huga þegar sest er að á Íslandi, eins og heilsugæslu, hátíðis og frídaga, akstur, lögheimilisskráningu og kennitölur, dvalarleyfi og atvinnuleyfi utan EES borgara auk réttinda á vinnumarkaði svo eitthvað sé nefnt. Bæklingurinn er kominn út og er hann á 9 tungumálum.

Bæklingurinn skiptist í 2 gerðir, annars vegar fyrir innan ESS borgara og hins vegar fyrir utan EES borgara. Hann er gefinn út á ensku, pólsku, lettnesku, litáísku, rússnesku og spænsku fyrir innan EES ríkisborgara og arabísku, ensku, rússnesku, spænsku taílensku og víetnömsku fyrir utan EES ríkisborgara.

Prentuð eintök er hægt að panta í gegnum póstfangið mcc@mcc.is. Rafrænu eintaki er hægt að hala niður á PDF formi í gegnum vefsíðu Fjölmenningarseturs www.mcc.is. Bæklingurinn er gjaldfrjáls.