Fyrsti dagur framhaldsdeilda

Mynd: Albert Gunnlaugsson
Mynd: Albert Gunnlaugsson
Nemendur framhaldsdeilda VMA í Ólafsfirði og Siglufirði mættu í skólann í fyrsta sinn í dag. Bergþór Morthens framhaldsskólakennari tók á móti nemendum á Siglufirði og Margrét Lóa Jónsdóttir framhaldsskólakennari tók á móti nemendum í Ólafsfirði.

Í námsverinu á Siglufirði verða nemendur 12 þessa fyrstu önn og í námsverinu í Ólafsfirði verða nemendur 19. Meðal nemenda í Ólafsfirði er einn nemandi sem kemur frá Dalvík, en vegna lítillar þátttöku var ekki sett upp sérstakt námsver á Dalvík að þessu sinni.

Eins og flestir vita er þetta fyrsta skrefið að nýjum framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Menntamálaráðuneytið samdi við VMA um að hlaupa í skarðið þar til hin nýi framhaldsskóli tekur formlega til starfa. Nemendur eru skráðir í fjarnám við VMA og munu fá aðstoð og aðstöðu í námsverinu til að sinna náminu.

Í samtali við nemendur kom fram að þeir væru mjög  ánægðir með að geta stundað nám sitt í heimabyggð og væru spenntir fyrir vinnunni framundan.