Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 2014 - 2018. Mynd: Kristján L. Möller
Bæjarstjórn Fjallabyggðar 2014 - 2018. Mynd: Kristján L. Möller
Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var á miðvikudaginn. Á fundinum var meðal annars kosið í nefndir, ráð og stjórnir sveitarfélagsins. 
Magnús S. Jónasson (F) var kosinn forseti bæjarstjórnar og Steinunn María Sveinsdóttir (S) formaður bæjarráðs.  

Samstarfssamningur á milli F og S lista var kynntur á fundinum.

Hægt er að sjá nefndarskipan í fundargerð bæjarstjórnar sem birt hefur verið hér á vefnum.