Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Siglufjarðar í morgun mánudaginn 14. maí og er það fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins. 

Skipið er á 10 daga siglingu um landið. Um borð eru um 130 farþegar.  Skipið stoppaði hér frá kl. 8:00-13:00 og var Síldarminjasafnið meðal annars heimsótt.  Alls er von á 42 skipakomum til Siglufjarðar í sumar en þær voru 35 sumarið 2017.

Ocean Diamond er aftur væntanlegt þann 23. maí nk. og verður það önnur skipakoman til Siglufjarðar í sumar.

Hægt er að fylgjast með komum skemmtiferðaskipa sumarið 2018 í viðburðardagatali Port of Siglufjörður.