Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði

Ocean Diamond
Ocean Diamond

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Siglufjarðar í morgun og er það fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins.  Skipið er á 10 daga siglingu um landið og stoppar á 9 stöðum. Um borð voru 190 farþegar.  Stoppaði skipið frá kl. 8:00-13:00 og var Síldarminjasafnið meðal annars heimsótt.  Alls er von á 35 skipakomum til Siglufjarðar í sumar sem er veruleg fjölgun frá síðasta ári. .

Næsta skemmtiferðaskip sem leggur við bryggju er Spitsbergen en það er væntanlegt 26. maí nk. með 335 farþega.