Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í morgun

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu á Siglufirði í sumar kom til hafnar í morgun. Um er að ræða skemmtiferðaskipið Ocean Diamond,  sem Iceland Pro-Crusiers gerir út til siglinga hringinn í kringum Íslands.  Skipið lagðist að bryggju laust fyrir klukkan níu í morgun og mun yfirgefa bæinn aftur um klukkan 13:00. 
Alls eru um 207  farþegar um borð og um 144 manna áhöfn. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið af ellefu sem kemur til Siglufjarðar í alls 38 skipakomum með ríflega 7241 farþega. Sami fjöldi skipa kom til Siglufjarðar í fyrra í 42 skipakomum með um 100 færri farþega. Ocean Diamond er að koma frá Ísafirði á leið sinni til Grímeyjar og Akureyrar. Skipið verður með viðkomu á Siglufirði aftur fimmtudaginn 23. maí nk. en Ocean Diamond mun hafa viðdöl á Siglufirði ellefu sinnum í sumar.

Hægt er að skoða yfirlit um komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar í sumar í dagatali Port of Siglfjörður