Fundur um sameiningarmál.

Í kvöld, þriðjudag 24. janúar, mun samstarfsnefnd um sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar halda opinn borgarafund á Siglufirði, á Bíó Café kl. 20.00. Á fundinn mæta fulltrúar Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Háskólans á Akureyri, fundarstjóri er Óskar Þór Halldórsson.Siglfirðingar eru hvattir til að mæta á fundinn og skiptast á skoðunum varðandi fyrirhugaðar sameiningarkosningar sem verða n.k. laugardag.