Fundur á Hótel KEA með Kristjáni Þór um veiðigjald og sjávarútveg 21. október nk.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur 10 opna fundi hringinn í kringum landið til að ræða nýtt frumvarp um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt.
Sunnudagskvöldið 21. október nk. er komið að Akureyri. Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea kl. 19:30-21:30.

Allir velkomnir.