Fuglaskoðun á Norðurlandi

Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi vill vekja athygli ykkar á sérstökum kynningarfundi um fuglaskoðun á Norðurlandi sem boðað er til miðvikudaginn 18. mars næstkomandi.

Það er Útflutningsráð sem stendur fyrir þessum kynningarfundi í samvinnu við Markaðsstofu Ferðamála á Norðurlandi í tengslum við- og í framhaldi af fundi um fuglaskoðun á Íslandi sem Útflutningsráð stóð fyrir í janúar síðastliðnum.

Dagskrá Akureyri 18 mars – Kl: 13:00. Fundarstaður: Veitingastaðurinn Friðrik V !
13:00 Björn H Reynisson frá Útflutningsráði - Staða verkefnisins og aðkoma Útflutningsráðs
13:15 Jóhann Óli Hilmarsson – Fuglaskoðun á Norðurlandi - möguleikar í fuglaskoðunarferðamennsku
14:00 Ásbjörn Björgvinsson - Aðkoma Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi
14:10 Björn H Reynisson frá Útflutningsráði - Umræður
15:00 Dagskrá lokið
  

 

 

 

 

Við viljum hvetja ALLA áhugasama aðila um fugla og fuglaskoðun til að mæta á fundinn til að kynna sér stöðu verkefnisins og framtíðarmöguleika fuglaskoðunar á Norðurlandi.  

Með kærri kveðju
Ásbjörn Björgvinsson