Frístundastyrkur Fjallabyggðar

Frá frístundastarfi í Fjallabyggð
Frá frístundastarfi í Fjallabyggð
Nú hafa ávísanir vegna frístundastyrkja fyrir árið 2014 verið settar í póst. Um er að ræða styrk að upphæð 7.500 kr. fyrir hvern einstakling á aldrinum 6 - 18 ára.
Ef einhver telur sig eiga rétt á frístundastyrk, en hefur ekki fengið ávísun senda, er viðkomandi beðinn að hafa samband við íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar, Hauk Sigurðsson.  Símar: 464 9209, 863 1466. Netfang: haukur@fjallabyggd.is