Frístundastyrkir

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl sl. að börn í Fjallabyggð á aldrinum 6-18 ára fái frístundastyrk, samtals að upphæð sex þúsund krónur á árinu 2011.

Nú hafa ávísanirnar verið settar í póst og ættu að hafa borist öllum í lok vikunnar. Ef þú telur þig eiga rétt á slíkum styrk en hefur ekki fengið senda ávísun í byrjun næstu viku, vinsamlegast hafðu samband við undirritaðan.

Nánari upplýsingar um frístundastyrki er að finna á hér: http://www.fjallabyggd.is/is/fjallabyggd/fristundastyrkur-fjallabyggdar

Gísli Rúnar Gylfason

Íþrótta- og tómstundafulltrúi