Frístundaakstur föstudaginn 27. janúar

Vegna ferðar félagsmiðstöðvarinnar Neon á söngkeppni Samfés í Skagafirði verður síðasta rútuferðin milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar föstudaginn 27. janúar farin kl. 14:30 frá Ólafsfirði. Eftir það verður ekki um frekari akstur að ræða þann dag. Unnið er að nýrri aksturstöflu sem verður klár um helgina og mun taka gildi mánudaginn 30. janúar. Ekki verður um miklar breytingar að ræða.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi