Friðrik Ómar með tónleika í Ólafsfjarðarkirkju

Friðrik Ómar
Friðrik Ómar
Sérstakir styrktartónleikar með Friðriki Ómari verða í Ólafsfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. október. Ágóði tónleikanna rennur í styrktarsjóð vegna sviplegs fráfalls Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur, sem stofnaður var af vinum hinnar látnu. Flutt verða m.a. lög sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsæl auk fjölda þekktra dægurlaga Það er Grétar Örvarsson sem leikur undir á píanó. Hugljúf og notaleg kvöldstund.

 

Friðrik þarf vart að kynna en þessi 26 ára gamli söngvari hefur skipað sér í röð fremstu söngvara landsins á örskömmum tíma.

Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik fer eins síns liðs um landið en hann hefur áður sungið með Guðrúnu Gunnarsdóttur og fylgt eftir þrem gullplötum þeirra sl. ár með því að syngja í kirkjum landsins. Að þessu sinni er það Grétar Örvarsson sem leikur undir á píanó og á efnisskránni eru meðal annars lög sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsæl og fleiri þekkt dægurlög sem Friðrik hefur gaman af að flytja. 

"Ólafsfirðingar hafa alltaf tekið vel á móti mér og mér alltaf þótt sérstkalega gaman að syngja á Ólafsfirði. Ég á margar af mínum bestu söng-minningum frá Ólafsfirði. Í fyrsta sinn ætla ég að koma fram í kirkju þeirra Ólafsfirðinga og ég hlakka mikið til þess. Þetta er í fyrsta sinn sem ég persónulega held tónleika í Ólafsfirði en er ekki á annars vegum þannig að þetta er sérstakt fyrir mig" segir Friðrik Ómar. 

"Ég get lofað þægilegri stund fyrir alla aldurshópa og góð lög sem allir þekkja munu hljóma í hugljúfum útsetningum og kannski eitthvað 

eurovision líka, hver veit?" segir Friðrik og hlær.

Fimmtudagskvöldið 2. Október - ÓLAFSFJARÐARKIRKJA

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og eru miðar aðeins seldir við innganginn. Miðaverð er 1500.-