Freyja í Alþýðuhúsinu

Freyja Reynisdóttir
Freyja Reynisdóttir

Freyja Reynisdóttir dvaldi í Alþýðuhúsinu fyrir áramótin og vann á staðnum sýningu inní Kompuna sem hún kallar FJÖGUR MÁLVERK.  Opnunin var svo á fyrstu mínútu nýja ársins, 2015. 
Nú er komið að síðustu sýningarhelgi þessarar sýningar og á sunnudaginn 1. feb. kl. 15:00 ætlar Freyja að spjalla um verkin í Kompunni, lífið og listina.
Heitt verður á könnunni og góðgæti með, allir velkomnir.