Fréttatilkynning - Sjómannadagurinn Fjallabyggð 2020

SJÓMANNADAGURINN FJALLABYGGÐ 2020.

Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Sjómannadagsráð hafa ákveðið að aflýsa öllum hátíðarhöldum vegna sjómannadagsinns í Fjallabyggð 2020, þetta er að sjálfsögðu gert vegna Covid-19 faraldursins, en við munum koma sterkir til baka með frábæra sjómannadagshátíð árið 2021.

Við viljum þakka öllum þeim sem voru tilbúnir að styrkja sjómannadagshátíðina 2020, og vonumst til að þeir verði með okkur á næsta ári.

Sjómannadagurinn verður áfram hátíðisdagur sjómanna, þó hann verði með breyttu sniði í ár, við munum áfram sýna þessum degi og því sem hann stendur fyrir alla þá virðingu sem sjómannadagurinn verðskuldar, og við skulum öll nota þennan dag til að sýna samstöðu, vináttu, þakklæti og virðingu, þá verður okkar litla samfélag enn betra.

SJÓMANNADAGURINN  7. JÚNÍ 2020.

Kaupum blóm og merki dagsins, drögum fána að hún, verum með fjölskyldum okkar og grillum HEIMA.

Sjómannafélag Ólafsfjarðar.
Sjómannadagsráð.