Fréttatilkynning - Jólakvöldinu í Ólafsfirði aflýst í ár

Fréttatilkynning frá forsvarsmönnum Jólakvöldsins í Ólafsfirði!

Tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa árlegu Jólakvöldi sem halda átti föstudaginn 4. desember nk.  Gera má ráð fyrir að fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi eins og verið hefur sem gerir okkur erfitt fyrir að halda jólakvöldið eins og við mundum vilja gera. Þar ræður mestu að 10 manna fjöldatakmarkanir og tveggja metra regla inni í húsum á svæðinu gerir þetta mjög erfitt í framkvæmd. En við komum bara enn hressari að ári liðnu með jólakvöldið í Jólafsfirði.