Framkvæmdir við hækkun lands undir Bakkabyggð í Ólafsfirði hafnar

Vinna er hafin við hækkun landsins sunnan við Mararbyggð í Ólafsfirði. Áætlað er að um 35.000 rúmmetra af efni úr Héðinsfjarðargöngum þurfi til að móta landið.

Á skipulagi er gert ráð fyrir að á þessu svæði verði íbúðarbyggð. Gatan Bakkabyggð mun liggja samhliða Mararbyggðinni sem nú er syðsta gatan á flæðunum.

Slíkum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega alltaf eitthvert rask og íbúar eru beðnir að sýna framkvæmdaaðilum umburðarlyndi. Vonir standa til að verkinu verði lokið í byrjun júní.