Framkvæmdir á lofti Sundlaugar á Siglufirði

Eins og fram hefur komið hér hjá okkur eru framkvæmdir í gangi á lofti sundlaugarinnar á Siglufirði og ganga framkvæmdir vel. Af gefnu tilefni viljum við benda á að það verður opið í ræktina, heita pottinn og sturtur á meðan að á framkvæmdum stendur. Áætlaður verktími er til 5. júlí.

Vonumst við til að þetta muni valda sem minnstum óþægindum fyrir bæjarbúa og ferðamenn og bendum á að kort í sund/rækt á Siglufirði gilda einnig í sund/rækt á Ólafsfirði (og öfugt) 

En við vonumst til að sjá sem flesta í sundi að framkvæmdum loknum.