Framkvæmdir hafnar

Líkamsræktin í Ólafsfirði
Líkamsræktin í Ólafsfirði

Framkvæmdir eru hafnar við stækkun húsnæðis líkamsræktarinnar í Ólafsfirði. Stækunnin felur í sér að byggð verður viðbygging við núverandi húsnæði, samtals um 102 m2. Sömuleiðis verða gerðar endurbætur á núverandi aðstöðu með uppsetningu á nýju loftræstikerfi fyrir allt húsið. Keypt hafa verið ný tæki sem bíða þess að verða sett upp í hinu nýja húsnæði. Verklok eru áætluð 30. desember nk.

Framkvæmdir við líkamsræktina á Ólafsfirði