Framkvæmdir við Gránugötu og Tjarnargötu

Eins og bæjarbúar hafa orðið varir við standa nú yfir miklar framkvæmdir við Gránugötu og Tjarnargötu. Verkið felst í jarðvegsskiptum, endurnýjun lagna, malbikun gatna og steypingu gangstétta. Einnig er í verkinu bygging mikils skolpdælubrunns sem staðsettur verður vestan Egilssíldar og lagning nýrrar útrásar til austurs norðan bensínstöðvarinnar. Þegar framkvæmdum lýkur verður hætt að veita skolpi í Smábátahöfnina.Gránugatan niður að höfn telst þjóðvegur í þéttbýli og því greiðir Vegagerðin hluta kostnaðar við framkvæmdina.Verktaki í verkinu er BÁS ehf. á Siglufirði og er samningsupphæð kr. 58.624.748,-.Verkið hefur gengið mjög vel, er á áætlun, og á að vera lokið eigi síðar en 15. okt. n.k. skv. útboðsgögnum.