Framkvæmdir við göngin hefjast í júlí 2006.

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast í júlímánuði árið 2006 og verða göngin tilbúin fyrir árslok 2009. Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar, Samgönguráðherra á fundi í Bátahúsinu í dag. Áður var áætlað að framkvæmdir hæfust árið 2004 en eins og menn muna var þeim áætlunum slegið á frest. Nú liggur fyrir að framkvæmdir hefjast um mitt næsta ár.