Framhaldsskóli í Ólafsfirði

Fimm umsóknir bárust um starf verkefnisstjóra vegna nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Umsækjendur eru: Atli Gunnarsson, framhaldsskólakennari, Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, Jón Eggert Bragason, framhaldsskólakennari, Ragnar Bjarnason, framhaldsskólakennari og Skarphéðinn Guðmundsson, grunn- og framhaldsskólakennari á Siglufirði. Ráðið verður í stöðuna á næstu dögum.