Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð?

Átta af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis auk eins úr Norðvesturkjördæmis, með Birki J. Jónsson í broddi fylkingar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun. Lagt er til að ráðherra skipi undirbúningshóp sem í sitji fulltrúi menntamálaráðherra, sem veiti hópnum forustu, fulltrúi ráðherra byggðamála, fulltrúi sjávarútvegsráðherra, fulltrúi Dalvíkurbyggðar, fulltrúi Ólafsfjarðarbæjar og fulltrúi Siglufjarðarkaupstaðar. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Birkis: Halldór Blöndal, Kristján L. Möller, Steingrímur J. Sigfússon, Dagný Jónsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Einar Már Sigurðarson, Hlynur Hallsson og Sigurjón Þórðarson.Frétt á www.dagur.net