Framhaldsnám í Fjallabyggð veturinn 2009-2010

Búið er að ráða Bergþór Morthens framhaldsskólakennara til að vera umsjónarkennari framhaldsdeildarinnar á Siglufirði. Námsverið verður í húsi Einingar-Iðju, Eyrargötu 24b.

Margrét Lóa Jónsdóttir framhaldsskólakennari hefur verið ráðin umsjónarkennari framhaldsdeildarinnar í Ólafsfirði. Námsverið verður í UÍÓ-húsinu,  Ægisgötu 15.

Nemendur á báðum stöðum eru beðnir um að mæta til fundar í námsverið sitt föstudaginn 21. ágúst kl. 10.00. Skólinn hefst svo mánudaginn 24. ágúst kl. 8.15. Þá verður farið yfir bókalista, námsferil og fleira með nemendum.