Framfarafélag Siglufjarðar stofnað.

Framfarafélag Siglufjarðar var nýlega stofnað í framhaldi af heimsókn nokkurra aðila frá samtökunum "Landsbyggðin lifi".Í fyrstu stjórn félagsins voru kosin:Hermann Einarsson, formaður,Hannes Baldvinsson gjaldkeri, Aðalsteinn Arnarsson, ritari, Guðlaug Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, Kristinn Georgsson, meðstjórnandi, Mariska van der Meer, varamaður, Margrét Ósk Harðardóttir, varamaður og Guðný Róbertsdóttir varamaður. Endurskoðendur eru Sigurður Hlöðvesson, Signý Jóhannesdóttir og Sigurður Fanndal.Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið eða vilja kynna sér starfsemina er bent á að hafa samband við Hannes Baldvinsson í síma 467-1255.Árgjald í félagið er kr. 1.000,-.Slóðin á heimasíðu samtakanna "Landsbyggðin lifi" er www.landlif.is