Fræðslufundur fyrir foreldra - Þjóðarsáttmáli um læsi

Þjóðarsáttmáli um læsi
Þjóðarsáttmáli um læsi

Til foreldra og forráðamanna barna í leik- og grunnskólum Fjallabyggðar

Ykkur er boðið til fræðslufundar fimmtudaginn 15. september kl. 18.30-19.30 í Tjarnarborg Ólafsfirði eða kl. 20:15-21:15 Ráðhúsinu, Siglufirði.

Á fundinn mæta fulltrúar frá Læsisteymi Menntamálastofnunar og munu þeir m.a. fjalla um:

  • Grunnþætti læsis
  •  Aðferðir til að efla orðaforða og lesskilning.
  • Hvað er læsi og að geta lesið sér til gagns.
  • Þróun læsis frá upphafi leikskóla til loka grunnskóla.
  • Hagnýt ráð til foreldra um hvernig þeir geti stuðlað að farsælu læsisnámi barna sinna.

Jónína Magnúsdóttir
Grunnskóli Fjallabyggðar

 Nánari upplýsingar um verkefnið "Þjóðarsáttmáli um læsi" á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.