Frábært Norðurlandsmót í boccía

Norðurlandsmót
Norðurlandsmót

Norðurlandsmótið í Boccia var haldið síðastliðinn laugardag í Íþróttahöllinni á Húsavík og mættu 24 keppendur, eldriborgara og fatlaðra frá Snerpu á Siglufirði.

Keppt var í þremur flokkum, almennum fötlunarflokki, Rennuflokki (BC-1) og í opnum flokki.
Björn Þórðarson og Guðbjörg Friðriksdóttir náðu þeim góða árangri að næla í silfrið í opna flokknum. 

Að venju var svo lokahóf að móti loknu þar sem allir skemmtu sér hið besta. Myndir frá mótinu eru aðgengilegar hér.