Frábærar aðstæður í göngubrautinni í Ólafsfirði

Mynd: Kristján Hauksson (02.12.08)
Mynd: Kristján Hauksson (02.12.08)
Við viljum benda á að þótt skíðasvæðið í Ólafsfirði sé lokað er skíðagöngubrautin (Bárubraut) opin. Nú er brautin mjög góð og hægt að vera í henni á kvöldin þar sem hún er upplýst. Brautin er um 3 km að lengd.  

Einnig viljum við benda á að á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði er nægur snjór og lyftur þar verið opnar undanfarin mánuð. Upplýsingar um svæðið á Siglufirði má finna á http://skard.fjallabyggd.is

Hægt er að finna upplýsingar um skíðasvæðið á Ólafsfirði á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar, http://skiol.fjallabyggd.is