Frá Tónskóla Fjallabyggðar

Þrír nemendur Tónskóla Fjallabyggðar tóku þátt í undankeppni Nótunnar 2014 í Hofi laugardaginn 13. mars sl. Voru þau valin til þátttöku eftir uppskerutónleika sem haldnir voru í Tjarnarborg þann 20. febrúar sl. 
Nemendurnir, Celina, Ronja og Sæunn stóðu sig frábærlega vel og voru sér og skólanum til mikils sóma. Á vef Tónskóla Fjallabyggðar er nú búið að setja myndbönd af þessum nemendum tekin á tónfundi í Ólafsfjarðarkirkju. 

Celina Aleksandra Borzymowska sem lék á píanó verkið, Landler eftir Fr. Schubert.

Ronja Helgadóttir sem söng lagið Heyr mína bæn, eftir þá N.Salerna/Ó.G.Þórhalls.

Sæunn Axelsdóttir sem lék á fiðlu verkið, Habanera úr "Carmen" eftir, Georges Bizet.