Fréttatilkynning frá Sjávarútvegsráðuneytinu

Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa á tímabilinu frá 31. janúar 2006 til og með 30. apríl 2006. Samkvæmt reglugerðinni verður leyfilegur heildarafli íslenskra skipa 47.219 lestir af loðnu.Frá klukkan 12:00 6. febrúar er aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar með flotvörpu innan ákveðins svæðis úti fyrir Austfjörðum. Nánari upplýsingar um það veita strandstöðvar.Reglugerðin byggir á tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar um bráðabirgðakvóta, en ekki liggur nákvæmlega fyrir á þessari stundu hvenær endurmat fer fram á loðnustofninum og ræðst það m.a. af gangi veiðanna og hvort meira finnst af loðnu á næstunni.