Fréttatilkynning

Á bæjarstjórnarfundi í Ólafsfirði 18. júlí var gengið frá ráðningu bæjarstjóra í Fjallabyggð.Fyrir valinu varð Þórir Kristinn Þórisson búsettur á Seltjarnarnesi. Þórir er fæddur 16.maí 1953. Hann er kvæntur Erlu Bjartmarz og eiga þau tvær dætur, Evu Cörlu (f. 1980) og Alexöndru (f. 1986). Þórir er meistari í rafeindavirkjun og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða á tölvusviði og í stjórnun. Hann hefur unnið hjá IBM á Íslandi (síðar Nýherja frá árinu 1977 og verið þar m.a. framkvæmdastjóri þjónustusviðs.Starfssamningur við Þóri gildir frá 1. september 2006 til 30. júní 2010. Við óskum nýráðnum bæjarstjóra til hamingju og bjóðum fjölskylduna velkoma til Fjallabyggðar. Það er von okkar og trú að nýráðinn bæjarstjóri komi öflugur til leiks og við væntum góðs af starfskröftum hans í þágu hins nýja sveitarfélags.Þess ber að geta að þau hjónin eiga hús á Siglufirði og munu búa þar.Af öðrum málum er það helst að nefndir eru óðum að fara af stað með fundarhöld og það er stefna meirihlutans að halda öllu nefndarstarfi mjög virku og reyna að afgreiða þau mál sem berast fljótt og vel. Skipulags- og umhverfisnefnd er búin að halda sinn fyrsta fund og í vikunni munu fræðslunefnd, húsnæðisnefnd, félagsmálanefnd og menningarnefnd funda.Framkvæmdir samkvæmt fjárhagsáætlun eru í gangi eða að fara af stað og verður reynt að halda áætlun þó svo einhverju verði eflaust breytt og öðru bætt við sem nauðsynlegt er.Bæjarbúar !Endilega hafið samband við skrifstofur bæjarins, bæjarfulltrúa eða starfsmenn ef ykkur liggur eitthvað á hjarta eða ef eitthvað þarf úrlausnar við. Ef við höfum tök á þá reynum við að leysa úr málum. Með kveðjuÞorsteinn Ásgeirssonforseti bæjarstjórnar