Forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði

Mynd fengin af vef sksiglo.is
Mynd fengin af vef sksiglo.is
Anton Mark Duffield hefur verið ráðinn forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði frá og með 1. nóvember sl.

Flestir Siglfirðingar (og þótt víðar væri leitað) þekkja Mark, en hann hefur unnið sem málarameistari undafarin ár á Siglufirði, ásamt því að hafa þjálfað knattspyrnu frá því einhverntímann á síðustu öld.

Við bjóðum Mark velkominn til starfa hjá Fjallabyggð.