Formleg opnun Skammdegishátíðar

Formleg opnun Skammdegishátíðar 2016 á Ólafsfirði
25 listamenn alls staðar að úr heiminum
3 mánuðir í vetrinum á Ólafsfirði, Norðurlandi
1 mánuður af sýningum frá 28. janúar - 21. febrúar 2016.

Listhús kynnir með stolti Skammdegi Festival 2016, árleg hátíð tónlistar, sjónlistar og blandaðar tækni sem eru gerðar af alþjóðlegum listamönnum.
25 listamenn voru valdir úr hópi 75 umsækjanda alls staðar í heiminum. Hátíðin er á sínu öðru ári og stefnir að því að koma með nýstárleg verk til heimamnna og alþjóðlegra áhorfenda.
Þið eruð hjartanlega velkomin á sameiginlegu opnunar sýninguna sem verður í Listhúsinu á Ólafsfirði fimmtudaginn 28. janúar 2016 klukkan 19:00. 11 listamenn munu sýna verk sín meðan á opnunarsýningunni stendur.

Hápunktar hátíðarinnar.
The Key Man
Banana Effect, Banana Effect, leikhúshópur frá Hong Kong kynnir The Key Man, leiksýningu með þáttum frá skuggabrúðum föstudaginn 29. janúar 2016 klukkan 19:00 í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Ólafsfirði. Nemendur sem hafa tekið þátt í námskeiðum hjá hópnum munu einnig taka þátt í sýningunni.

Opið hús
Það mun vera ferð með leiðsögumanni sunnudaginn 14. febrúar 2016 til heimila útvaldra heimamanna þar sem að gestir geta séð smá hluta af listasafni þeirra og þeirra eigin listaverkum.

Tónlistarsúpa
Í lok hátíðarinnar sunnudaginn 21. febrúar 2016 munu verða óformlegir tónleikar þar sem öllum er velkomið að koma og spila tónlist, sem er innblásinn af dimmum vetri.

Dagskráin fyrir fyrstu vikuna (28. - 31. janúar 2016, fimmtudagur til sunnudags)
Dagskrá fyrir alla staðina í Ólafsfirði fyrstu vikuna:
Listhús Gallerí
Sameiginleg sýning (OPNUN) þann 28. janúar 2016, klukkan 19:00
Gistihús Jóa
- Scott Probst, fjöllistamaður frá Ástralíu mun opna herbergi 203 fyrir almenningi dagana 30. og 31. janúar 2016 frá klukkan 15:00 - 16:00

- Judy-b, rithöfundur frá San Francisco, Bandaríkjunum mun sýna uppsetningar á verkum sínum, Hvað er ég að segja? / What Am I Saying? í Kaffi Klöru sem er staðsett í gistihúsinu.

Menningarhúsið Tjarnarborg
The Key Man, Lyklamaðurinn, leiksýning eftir Banana Effect (Hong Kong) þann 29. janúar 2016 klukkan 19:00

Listamanna ræða fyrir fyrstu vikuna
Jack Duplock (London, Bretland) mun fara með listamanna ræðu, The gathering/Samkoman þann 31. janúar 2016 klukkan 17:00 í Listhús Gallerí. Hann mun tala um áhrif þjóðlistar á nútíma menningu.

Nánari upplýsingar um frekari dagskrá á þessari hátíð má nálgast á heimasíðunni www.skammdegifestival.com
Nánari upplýsingar:
Alice Liu
Managing Director
Listhus ses.
Tel: +345 8449538
Email: listhus@listhus.com

Boð á formlega opnun Skammdegishátíðar 2016