Foreldravika í tónskólanum

Dagana 13. – 17. október verður foreldravika í tónskólanum. Kennslan verður óbreytt en foreldrar og forráðamenn eru boðaðir í tíma með sínum börnum.
Er þetta gert til að stuðla að betri samskiptum og samvinnu við heimili nemenda og veita foreldrum og forráðamönnum meiri innsýn í tónlistarnám barna sinna. Það hefur sýnt sig að árangur verður meiri þar sem nemendur fá stuðning heima fyrir. Foreldrum er einnig boðið að koma á kóraæfingar og hópakennslu í samspili og tónfræðigreinum.