FM TRÖLLI með beina útsendingu frá Ólafsfirði

Það verður nóg um að vera í Ólafsfirði nk laugardag. Kl. 14:00 tekur KF á móti Fjarðabyggð í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. 
Við Menningarhúsið Tjarnaborg verður útimarkaður í tengslum við Blúshátíðina og hefst hann kl. 14:00 og stendur til kl. 17:00. Einnig verður lifandi tónlist ungliða af Eyjafjarðarsvæðinu en fram koma m.a.
Concubene
Dagur Atlason – trommur
Dagur Halldórsson – gítar
Hjörvar Óli Sigurðsson – bassi og söngur
Jón Már og Árni Freyr
Julie Seiller og þátttakendur í verkefninu „Ganga og söngur“ ásamt öðrum gestum.
Það verður grill og markaðssteming og þessu öllu ætlar útvarpsstöðin FM TRÖLLI - 103,7 að gera skil með beinni útsendingu frá staðnum. Útsendingin hefst kl. 13:00